_MG_9811.jpg

Sporhundahópur

Þjálfar og sinnir útköllum þar sem þörf er á aðkomu sporhunda. Mikil vinna er að þjálfa sporhund og viðhalda þjálfuninni og er sú vinna á höndum sporhundaþjálfar hverju sinni. Einnig koma að hverri æfingu 2-3 aðrir félagar sveitarinnar. Að jafnaði eru 4-5 æfingar í viku á hvern hund en oftar ef verið er að þjálfa upp hvolp.


Reynslan hefur sýnt að hreinræktaðir blóðhundar hafa hvað best lyktarskyn og á sveitin nú tvær tíkur Perlu (fædd 2010) og Urtu (fædd 2017). Unnið er að því um þessar mundir að flytja inn þriðju tíkina sem vonandi kemur til landsins í byrjun árs 2021.


Vetis er mikilvægur styrktaraðili sporhundastarfsins og leggur til allt fóður fyrir hundana en þeir fá eingöngu Belcando fóður, frekari upplýsingar varðandi fórðir og aðrar vörur Vetis má sjá Hér
 

Sporhundaþjálfari sveitarinnar er Þórir Sigurhansson. Saga sporhunda innan Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er löng og lesa má frekar um hana Hér