Hvernig viðrar og hvert ertu að fara ?

Veðurfar á Íslandi er síbreytilegt og getur breyst á skömmum tíma úr blíðu yfir í hríðarbyl. Það er því mikilvægt fyrir alla þá sem stunda útivist að huga að forvörnum. Það er gert með ýmsum hætti og má þar nefna:

  •  kanna ætíð veðurspá áður en lagt er af stað

  • Gera ferðaáætlun og skilja eftir hjá einhverjum sem getur brugðist við ef á þarf að halda. Einnig er hæt að skilja ferðaáætlun eftir hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg og er það gert í gegnum Safetravel

 

Ferðaáætlun

Dagsetning ferðar, tímasetning brottfarar ásamt tíma heimkomu

Nöfn einstaklinga í ferð

Símanúmer og önnur fjarskiptatæki ef við á

GPS staðsetningar gististaða, einnig er gott að hafa staðsetningar stærri viðkomustaða ef um slíkt er að ræða

Búnaður hóps/einstaklings 

Varaáætlun, hvað hópurinn/einstaklingurinn mun gera ef forsendur breytast

131984186_490025425299584_64566355041732

Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnafjörður

kt: 410200-3170

Sími: 565 1500

Netfang spori@spori.is